.
Vinnumálastofnun býður upp á þjónustu fyrir fólk með skerta starfsgetu, þjónustan fer eftir þörfum hvers og eins. Um er að ræða ráðgjöf og sérhæfðan stuðning við atvinnuleit annars vegar og hins vegar „Atvinna með stuðningi“.
.
.
Atvinna með stuðningi er deild innan Vinnumálastofnunar og sér um atvinnumál fatlaðs fólks. Atvinna með stuðningi felur meðal annars í sér stuðning í starfsþjálfun og aðlögun að vinnuumhverfi til að gera einstaklingum kleift að fá og halda vinnu á almennum vinnumarkaði.
.
Umsókn um aðstoð vegna skertar starfsgetu
Staðsetning:
Kringlunni 1, 103 Reykjavík
