Um verkefnið

.
Heimasíða þessi er lokaverkefni okkar til BA prófs í þroskaþjálfafræðum við
Háskóla Íslands vorið 2018.
Heimasíðan er byggð á hvað fötluðu fólki stendur til boða
eftir útskrift úr framhaldsskóla.
Reynslan hefur sýnt okkur að einstaklingar og talsmenn þeirra hafa litla
sem enga vitneskju um hvað tekur við að loknum framhaldsskóla.
.
Hvað er í boði?
Er vinnu að fá?
Er áframhaldandi nám í boði?
Hvað með tómstundir?
hvernig og hvar sæki ég um?
.
Markmið lokaverkefnisins var að vinna heimasíðu sem gefur svar við
spurningunni:
Hvað svo?
.
Hugmyndin er sú að hægt verði að afla sér upplýsinga hvað er í boði
fyrir fatlað fólk sem stundað hafa nám við
starfsbraut/sérnámsbraut í framhaldsskólum
og þurfa aðstoð við að kynna sér hvað hægt er að gera í atvinnu,
skóla og/eða tómstundum eftir að framhaldsskólagöngu lýkur.
Heimasíðan á að leiða fólk um næstu skref og gefa þeim hugmyndir um
hvað er í boði og hvert það getur snúið sér fyrir frekari upplýsingar.
Til að vinna þetta verkefni ræddum við staði sem bjóða upp á
atvinnu, áframhaldandi nám og tómstundir.
.
Vonum við að heimasíðan komi þér /ykkur vel að notum
Kær kveðja
Marta María Vídó Þorbjarnardóttir
Sigrún Stella Þrastardóttir
Þórdís Karelsdóttir
.
Ef einhverjar spurningar vakna endilega hafið samband við okkur á netfangið
oghvadsvo18@gmail.com

Gtk-go-back-ltr.svg
TIL BAKA