Tónstofa Valgerðar er tónlistarskóli sem sérhæfir sig í að kenna þeim sem ekki geta tileinkað sér hefðbundna tónlistarkennslu. Nemendur með sérþarfir njóta þar forgangs og er Tónstofan ein sinnar tegundar á landinu.
Tekið er mið á þörfum og forsendum hvers og eins nemanda í kennslu.
Sérstaða Tónstofunnar er að nemandi getur lagt stund á hefðbundið tónlistarnám en einnig notið fjölþættrar tónlistarkennslu og þjálfun sem beinist að því að efla tónlistarfærni og tónnám nemandans sem og veita sköpunarþörfinni útrás og bæta líðan.
Staðsetning:
Stórhöfði 23, 110 Reykjavík
