Örvi
Áherslur / gildi:
Örvi er starfsþjálfunarstaður, og markmið að fólk með skerta starfsgetu öðlist þjálfun og geti í framhaldi fengið vinnu á almennum vinnumarkaði.
Vinnutími:
8:15 til 11:45 eða 12:15 til 15:45.
Einstaklingar velja sjálfir hvort þeir vinni fyrir eða eftir hádegi.
Einstaklingsbundið er hversu oft í viku einstaklingur sækir vinnu
flestir eru þó hálfan daginn alla daga vikunnar.
Aðgengi:
Aðgengi er gott. Allir einstaklingar í Örva eru sjálfstæðir með athafnir daglegs lífs. Þarfir hvers og eins eru metnar og reynt að mæta þörfum eftir fremsta megni.
Starfsfjöldi:
Í Örva starfa 30 starfsmenn.
15 starfsmenn fyrir hádegi og 15 starfsmenn eftir hádegi.
Umsókn
Vinnumálastofnun
Kaffi og matartími:
Í kaffitíma er vatn, sódavatn og kaffi á boðstólnum en hver einstaklingur tekur með sér nesti í vinnuna.
Laun:
Einstaklingur í þjálfun getur fengið laun hjá Örva. Eftir að mat á vinnugetu er framkvæmt eru laun ákveðin í samræmi við matið.
Heimasíða Örvi
http://orvi.kopavogur.is/
Staðsetning:
Kársnesbraut 110, 200 Kópavogi
Annað:
Örvi er frábær kostur fyrir fólk með skerta starfsgetu, til að vita hvað það þarf að æfa áður en farið er á almennan vinnumarkað.
