Fjolmennt

.
Fjölmennt er símenntunar- og þekkingarmiðstöð í Reykjavík.
Tilgangur Fjölmenntar er að tryggja að fatlað fólk 20 ára og eldri, sem þurfa sérstakan stuðning við nám fái tækifæri til fjölbreyttrar símenntunar.
Fjölmennt veitir einnig ráðgjöf og starfar með öðrum símenntunaraðilum.
Ráðgjafadeild Fjölmenntar veitir ráðgjöf til einstaklinga við að velja og nýta sér þau tilboð sem aðrar menntastofnanir og símenntunaraðilar bjóða upp á.
.

.
Fjölmennt býður upp á nám og námskeið fyrir fatlað fólk sem ekki getur nýtt sér þau tilboð sem almennir símenntunaraðilar bjóða upp á.
Námskeiðsframboð hjá Fjölmennt er fjölbreytt og misjafnt er hversu langt hvert námskeið er, allt frá því að standa yfir í nokkrar vikur til þess að standa út alla önnina.
.

.
Námskeiðum Fjölmennt er skipt niður í sjö flokka og innan hvers flokks er hægt að finna margvísleg námskeið, flokkarnir eru:
Heimilisfræði
Íþróttir
Sund og dans
Mál og samfélag
Myndlist og handverk
Sjálfstyrking/valdefling
Tónlist og leiklist
Tölvu og upplýsingatækni.
.

.
Námskeiðahald fer fyrst og fremst fram í símenntunarstöð Fjölmennt við Vínlandsleið en auk þess fara námskeið einnig fram á öðrum stöðum eftir þörfum og eðli námskeiðsins.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðum Fjölmenntar
.

internetHeimasíða Fjölmenntar

address-iconStaðsetning:
Vínlandsleiðs 14, 113 Reykjavík

Gtk-go-back-ltr.svg
Til baka