Ás Styrktarfélag
Áherslur / gildi:
Ás Styrktarfélag sinnir bæði hagsmunabaráttu og rekstri þjónustu fyrir fatlað fólk. Félagið hefur frá upphafi haft það að markmiði að sýna frumkvæði og vera brautryðjandi með áherslur á gæði og sveigjanleika. Áhersla er lögð á að vinna samkvæmt nýjustu hugmyndafræði og að bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu með hagsmuni notandans í forgrunni.
Vinnutími:
Frá kl: 08:00 – 16:30 alla virka daga.
Vinnutími fer eftir þörfum hvers og eins.
Aðgengi:
Það er aðgengi fyrir alla.
Aðstoð er veitt við athafnir daglegs lífs.
Starfsfjöldi:
Ás Styrktarfélag hefur um 139 heilsdagsrými og í dag nýta sér rúmlega 200 manns þjónustu vinnu og virkni.
Umsókn:
Vinnumálastofnun
Kaffi og matartími:
Þeim sem vinna meira en 50% býðst hádegismatur, einnig þeim sem eru í langri samfelldri dagskrá tengdri vinnutíma (s.s. skóla, íþróttum eða sjúkraþjálfun). Allir fá ávexti í kaffitímanum.
Þeir sem búa í Kópavogi greiða sjálfir fyrir matinn, önnur sveitarfélög greiða fyrir sína þegna.
Laun:
Þeir sem eru með nógu hátt starfsmat fá laun samkvæmt samningum um starfsþjálfun við Eflingu stéttarfélag. Vinnustaðurinn fær greitt fyrir sum verkefni, þeir sem vinna þau störf fá hlutdeild í innkomu í formi launa. Aðrir fá ekki laun.
Heimasíða Ás styrktarfélags
http://www.styrktarfelag.is/
Staðsetning:
Ás Vinnustofa
Ögurhvarfi 6, 203 Kópavogi og
Lækjarás/Bjarkarás
Stjörnugróf 7-9, 108 Reykjavík
